Fundurinn á Selfossi

Alþjóðafundurinn sem haldinn var á Selfossi nú um síðustu helgi, gekk hreint prýðilega og er ekki hægt að segja neitt annað en að maður hafi skemmt sér mjög vel við að taka þátt.

Nokkur ungmenni úr URKÍ störfuðu ýmist sem bílstjórar, fundaþjónar, reyna mjög heiðarlega að veita upplýsingar eða bara til að vera sæt  

Að sjálfsögðu eins og Íslendingum er siður var fundarmönnum boðið upp á grillaðan mat út í hinni íslensku náttúru, sungið og trallað og að sjálfsögðu tóku ungmennin sig til, Jónarnir tveir og kenndu fólkinu hið sívinsæla lag  There was a great big moose og tók fólkið vel við. Við trúum því að fólk mun standa sig af því að raula lagið. Ekki má gleyma því að þegar þú ert á Íslandi gerðu þá eins og íslendingarnir (eða þannig) og fáðu þér hákarl og brennivín, vertu sannur víkingur. Þetta fór misvel í fólkið en þau voru mjög ánægð að fá hverabrauð líka til að losna við bragðið af hinu. 

Það er hægt að segja að URKÍ hefur náð góðum tengslum við heiminn og verður gaman að sjá hvað verður úr því.

Þetta var skemmtileg upplifun og skemmtu öll ungmennin sér vel um helgina. Smile

 ADG 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband