Stefnumót ungs fólks og stjórnmálamanna

Andvaraleysi stjórnvalda í garð málaflokks ungs fólks er alvarlegt. Niðurstöður rannsókna erlendis frá sína að aldurshópurinn 16-25 ára í mestri áhættu í efnahagsþrenginum. Ef ekkert er að gert til að tryggja þátttöku þessa aldurshóps í samfélaginu er hætta á að þessi kynslóð týnist í framtíðinni, geðræn vandmál meða hennar aukist til frambúða auk hættu á langvarandi atvinnuleysi þessa hóps. Í þessu ljósi er afar mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða og setji ungt fólk í forgang til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar í framtíðinni. 

Að þessu tilefni efna Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn til stefnumóts ungs fólks og stjórnmálamanna, mánudaginn 23. nóvember n.k. milli 16:00 og 18:00 í Gyllta sal Hótel Borgar. Í upphafi stefnumótsins munu þeir Héðinn Björnsson fræðslustjóri Lýðsheilsustöðvar og Hreiðar Már Árnason þátttakandi í Austurbæjarbíói og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema halda stutt erindi. Auk þess mun Menntamálaráðherra ávarpa fundinn. Í lok erinda verður efnt til umræðna þar sem menntamálaráðherra mun taka þátt. 

Á stefnumótinu gefst ungu fólki tækifæri á að koma skoðunum og málefnum sínum á fram við Menntamálaráðherra og aðra stjórnmálamenn auk þess sem stjórnmálamönnum gefst tækifæri á að svara fyrir sig og heyra skoðanir ungs fólks. Á stefnumótið er boðið æskulýðsfélögum, Æskulýðsráði, ráðherrum og þingmönnum en allir ungt fólk og áhugasamir einstaklingar um málefni eru velkomnir. 

Nánri upplýsingar r hægt að finna á www.æska.is


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband