Föstudagurinn 15. ágúst

Bloggfærslurnar fyrir daginn í dag áttu að vera eins og fréttagrein.

Leiðbeinendurnir kölluðu þennan dag Vatnsdaginn mikla.

 

Svíþjóð

 Við vöknuðum við það að Dúna og Ágústa sprautuðu vatni framan í okkur og það var bögg. Beint úr því í eitthvað skemmtilegt, við fórum í River rafting og það var klikkað gaman. Það byrjaði þannig að það var kennt okkur öryggisatriði svo að ef við myndum detta úr bátnum myndum við ekki drukkna. Svo var farið í bátana og það voru sex manna hópar og svo áður en við fórum á vatnið var okkur kennt í að róa. Síðan skelltum við okkur á flot. Við vorum ekki komin langt á leið og þá fóru allir að öskra og leiðbeinendunum (á bátunum) fannst það mjög fyndið og fóru að gera grín af því. Og svo vorum við komin mjög langa leið þegar einn leiðbeinandinn skaust úr bátnum í afturábak heljarstökk og það var klikkað fyndið og flott. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og það endaði alltaf með vatnslag. Svo þegar á leiðarenda var komið fórum við upp frá ánni og það var fínt rölt bátarnir komu með bátalyftu og svo gengum við frá dótinu og fórum aftur í búðirnar.

 

Finnland

ÓGLEYMANLEGUR DAGUR

 Allir krakkarnir á sumarmótinu vöknuðu eldsnemma föstudagsmorguninn 15. ágúst mjög spennt fyrir að fara í riverrafting. Þau borðuðu morgunmat og smurðu sér nesti. Í rútunni á leiðinn var voða stuð. Síaðn fóru allir í þurrbúninga og lögðu af stað að ánni. ,, Í ánni var ótrúlega gaman" sagði Kristínnog allir krakkarnir voru því sammála. Allir fengu kakó eftir siglinguna til að ná í sig hita. Þegar heim var komið borðuðu þau kökur og kex og allir fóru í sund. Í sundi var var keppni um boltann, allir krakkarnir voru á móti Eysteini og Jóni Brynjari. Krakkarnir borðuðu spaghetti og kjötbollur í kvöldmat. Eftri kvöldmat var farið í roleplay leik sem allir voru mjög sammála um að hafði verið leiðinlegur. Krakkarnir áttu að safna undirskriftum hjá dýrum sem leiðbeinendurnir léku. Það reyndist mjög erfitt afþví að dýrin borðuðu, bleyttu eða eyðilögðu alltaf undirskriftirnar sem hópurinn var kominn með. Í kvöldkaffinu var spurningaleikur um vandræðaleg atvik æi lífi leiðbeinendana. og Finnland vann það Smile
Um klukkan 12:00 fóru allir að sofa 

Danmörk

Flotið á vit ævintýranna

21 unglingur voru vaktir á grimmilegan hátt með vatni á Löngumýri í Skagafirði í gær. Þrátt fyrir þessa ömulegu vakningu fengu þau sér morgunmat og héldu svo til vestari jökulsá í rafting. Þar flutu þau niður í klukkutíma og skeði margt ævintýralegt á leiðinni eins og t.d. þegar fólk datt eða var togað út í straumharða ánna og þurfti það á björgun að halda. Þegar heim var komið snæddu þau miðdegiskaffi og skrapp svo í sund. Eftir mikinn ærlsagang í sundinu var haldið til kvöldverðar og snæddu þau ljúfengar kjötbollur og spaghetti. Eftir þennan ljúfenga kvöldverð héldu þau til garðarins og fóru í spennandi, leiðinlegan og pirrandi leik. Að leiknum loknum héldu þau til kvöldvöku til að gera grín af leiðbeinendunum. Svo var frítími og allir áttu að fara að sofa 

 

Færeyjar

Planið var að drekkja okkur!

Klukkan var 08:30 og það var heiðskýr morgunn þegar allt í einu upp úr þurru ákvað Ágústa að vökva allan hópinn með úðabrúsa. Þegar allir voru búnir að þurrka af sér bleytuna hélt hópurinn í morgunmat ig svo var farið i riverrafting þar sem ýmislegt gerðist og allit lentu ofaní ánni, óvart eða viljandi.  Svo var haldið í sundlaugina einu sönnu hér á Löngumýri, á meðan aðrir slökuðu á.  Kvöldmaturinn gekk slysalaust fyrir sig þangað til Andreu tókst að henda sér á borð með hausinn á undan. Einhverjum mjög ósniðugum datt í hug að láta okkur fara í leik sem var ómögulegt að vinna og eftir hann voru flestir orðnir þreyttir og pirraðir og nenntu ómögulega að tala við leiðbeinendurna þetta kvöld. Um kvöldið fóru allir í spurningaleik þar sem krakkarnir áttu að giska hver af 3 fullyrðingunum um leiðbeinendurna var rétt. Eftir það fóru krakkarnir inn í herbergi að tala um þennan æðislega dag og ræddu um það hvernig morgundagurinn yrði. Svo þegar það átti að vera komin ró á hópinn voru allir orðnir svo spenntir að flestir sofnuðu fyrr en seint og um síðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband