Alnæmisdagurinn

Krakkar í ungmennahreyfingu Rauða Kross Íslands á aldrinum 13 - 16 ára tóku klapp atriði og mynduðu alnæmismerkið í Smáralind til að vekja athygli á alnæmi sunnudaginn 30 nóvember.

Landsmót URKÍ 2009

Landsmót URKÍ 2009 verður haldið í Vík í Mýrdal, dagana 20 - 22. mars.
Landsmótið er fyrir fólk á aldrinum 16 - 30 ára.
Fjöldi námskeiða verður í boði.
Fylgstu með, skráning hefst í Febrúar.

-abk


Vinnuhelgi URKÍ og URKÍ-R

 Sameiginleg vinnuhelgi URKÍ og URKÍ-R var haldin helgina 17.-19. okt í Munaðarnesi í Borgarfirði og komu þar saman stjórnarmeðlimir beggja stjórna ásamt nefndarmönnum í alþjóða-, rit-, og verkefnanefnd URKÍ.Helgin var nýtt í að vinna að þeim verkefnum sem stjórnirnar og nefndir URKÍ ætla að vinna að á komandi mánuðum og má segja að það sé ýmislegt á deiglunni.Að sjálfsögðu var síðan það síðasta af haustveðrinu nýtt og grillað ofan í liðið og haldin frábær kvöldvaka Vinnan gekk einstaklega vel og voru allir ánægðir með árangur helgarinnar.Smile                                                                                                                      Arna Dalrós

Á Flótta

Á flótta
Laugadaginn 11. október 2008 verður haldinn leikurinn Á Flótta. Um er að ræða hlutverkaleik þar sem þátttakendur setja sig í spor flóttafólks og þurfa að glíma við ýmsar raunir flóttamanna á 24 klukkutímum. Leikurinn er frá laugadeginum 11. október til sunnudagsins 12. október.

Skráningargjald í leikinn er 1.000.- krónur og er innifalið í því, dagskrá, gisting og uppihald á meðan á leiknum stendur. Skráningargjaldið þarf að greiða fyrir föstudaginn 3. október og er ekki endurgreitt.
Hægt er að greiða inn á bankareikning Urkí-R no. 1163-26-2567 kt. 471292-2659 setjið í skýringar texta Á flótta og fullt nafn þátttakanda. Einnig er hægt að koma við hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, Laugaveg 120, 4. hæð (fyrir ofan Kaupþing banka á Hlemmi) milli kl. 9:00-17:00 á mán-fimm og frá 09:00-15:00 á föstudögum.

Leikurinn verður haldinn á Kjalanesi og hefst kl. 12:00 við Félagsheimilið Fólkvang sem er næsta hús við Klébergsskóla.

Athugið að þátttakendur verða að koma sér til og frá leikstað.

Skráning í Á flótta
http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?name=umsokn_a_flotta_kjalarnesi


Göngum til góðs 4. október 2008


Fundurinn á Selfossi

Alþjóðafundurinn sem haldinn var á Selfossi nú um síðustu helgi, gekk hreint prýðilega og er ekki hægt að segja neitt annað en að maður hafi skemmt sér mjög vel við að taka þátt.

Nokkur ungmenni úr URKÍ störfuðu ýmist sem bílstjórar, fundaþjónar, reyna mjög heiðarlega að veita upplýsingar eða bara til að vera sæt  

Að sjálfsögðu eins og Íslendingum er siður var fundarmönnum boðið upp á grillaðan mat út í hinni íslensku náttúru, sungið og trallað og að sjálfsögðu tóku ungmennin sig til, Jónarnir tveir og kenndu fólkinu hið sívinsæla lag  There was a great big moose og tók fólkið vel við. Við trúum því að fólk mun standa sig af því að raula lagið. Ekki má gleyma því að þegar þú ert á Íslandi gerðu þá eins og íslendingarnir (eða þannig) og fáðu þér hákarl og brennivín, vertu sannur víkingur. Þetta fór misvel í fólkið en þau voru mjög ánægð að fá hverabrauð líka til að losna við bragðið af hinu. 

Það er hægt að segja að URKÍ hefur náð góðum tengslum við heiminn og verður gaman að sjá hvað verður úr því.

Þetta var skemmtileg upplifun og skemmtu öll ungmennin sér vel um helgina. Smile

 ADG 


Laugardagurinn 16. ágúst

Til að fá krakkana aðeins til að hugsa fengum við þau til að skrifa blogg í formi ljóðs.

Finnland

Við fórum í klettaklifur
og þar við sigum niður,
það var geðveikt gaman
þegar allir klifu saman.

(þetta erindi er á finnsku og ég hef enga hugmynd hvort að það sé rétt eða ekki)

Matkalla leirille katsoimmeo eimmuja
moni meinas bussin sammua
Kávimme ostamassa myós ramia
ettá oulesamme puremmi illan onerja
Kun Jon agoi nún kaikki pelkis
hyvih se meneo suoritz selkás.

( þetta erindi er á spænsku)

Nosotios fuimos a una granja lechera
y habian vacas por donde quiera
y ellas eran tan hermosas
que parecian mari posas.

We went to singstar
and learned how to drive a car.
We had a grill
and sang up on the hill.

Danmörk

Vaknaði í morgun
svaka hress
borðuðum matinn
það var mess

Fórum að klifra
klettunum í
enginn datt niður
trúðu því

Skruppum í fjósið
gáfum kúnnum hey
fórum í sjoppuna,
Jón keyrði heim

Teiti í stofunni
Singstar og sprell
enduðum í garðinum
í þjóðhátíðarstíl

Í búðunum var stuð
og gaman bara
verst finnst mér þó
að við þurfum að fara.

Svíþjóð

Í riverrafting fórum voða fjör
fórum öll í báta
máttum þó ekki borða smjör
því við urðum vel að láta.

Klettaklifur fórum í
héngum öll í spotta
það voru ekki mörg ský
og fóru allir að glotta.

Í marga leiki fórum við
það var rosa gaman
þurftum oft að fara upp á svið
og leika okkur saman.

Allir fóru út í hring
og sungum síðan dátt
þar voru engin berjalyng
allir höfðu hátt.

Færeyjar

We woke up in the morning
and the rest of the day there was nothing boring
We ate some food
and were in a good mood

Við fórum á hópfund
og enginn fékk sér blund
Við fórum í klettaklifur
og létum okkur síga niður

We went to the swimmingpool
and we are all very cool
We went to a party
and were all very arty

Við heimsóttum dýr
og þær kalla sig kýr
Við vorum róbótafjósum í
og það var ekki amarlegt að vera í því

We sat around the fire on the ground
and sang and listened to a sound
We went to bed
and were with a tired head.


Föstudagurinn 15. ágúst

Bloggfærslurnar fyrir daginn í dag áttu að vera eins og fréttagrein.

Leiðbeinendurnir kölluðu þennan dag Vatnsdaginn mikla.

 

Svíþjóð

 Við vöknuðum við það að Dúna og Ágústa sprautuðu vatni framan í okkur og það var bögg. Beint úr því í eitthvað skemmtilegt, við fórum í River rafting og það var klikkað gaman. Það byrjaði þannig að það var kennt okkur öryggisatriði svo að ef við myndum detta úr bátnum myndum við ekki drukkna. Svo var farið í bátana og það voru sex manna hópar og svo áður en við fórum á vatnið var okkur kennt í að róa. Síðan skelltum við okkur á flot. Við vorum ekki komin langt á leið og þá fóru allir að öskra og leiðbeinendunum (á bátunum) fannst það mjög fyndið og fóru að gera grín af því. Og svo vorum við komin mjög langa leið þegar einn leiðbeinandinn skaust úr bátnum í afturábak heljarstökk og það var klikkað fyndið og flott. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og það endaði alltaf með vatnslag. Svo þegar á leiðarenda var komið fórum við upp frá ánni og það var fínt rölt bátarnir komu með bátalyftu og svo gengum við frá dótinu og fórum aftur í búðirnar.

 

Finnland

ÓGLEYMANLEGUR DAGUR

 Allir krakkarnir á sumarmótinu vöknuðu eldsnemma föstudagsmorguninn 15. ágúst mjög spennt fyrir að fara í riverrafting. Þau borðuðu morgunmat og smurðu sér nesti. Í rútunni á leiðinn var voða stuð. Síaðn fóru allir í þurrbúninga og lögðu af stað að ánni. ,, Í ánni var ótrúlega gaman" sagði Kristínnog allir krakkarnir voru því sammála. Allir fengu kakó eftir siglinguna til að ná í sig hita. Þegar heim var komið borðuðu þau kökur og kex og allir fóru í sund. Í sundi var var keppni um boltann, allir krakkarnir voru á móti Eysteini og Jóni Brynjari. Krakkarnir borðuðu spaghetti og kjötbollur í kvöldmat. Eftri kvöldmat var farið í roleplay leik sem allir voru mjög sammála um að hafði verið leiðinlegur. Krakkarnir áttu að safna undirskriftum hjá dýrum sem leiðbeinendurnir léku. Það reyndist mjög erfitt afþví að dýrin borðuðu, bleyttu eða eyðilögðu alltaf undirskriftirnar sem hópurinn var kominn með. Í kvöldkaffinu var spurningaleikur um vandræðaleg atvik æi lífi leiðbeinendana. og Finnland vann það Smile
Um klukkan 12:00 fóru allir að sofa 

Danmörk

Flotið á vit ævintýranna

21 unglingur voru vaktir á grimmilegan hátt með vatni á Löngumýri í Skagafirði í gær. Þrátt fyrir þessa ömulegu vakningu fengu þau sér morgunmat og héldu svo til vestari jökulsá í rafting. Þar flutu þau niður í klukkutíma og skeði margt ævintýralegt á leiðinni eins og t.d. þegar fólk datt eða var togað út í straumharða ánna og þurfti það á björgun að halda. Þegar heim var komið snæddu þau miðdegiskaffi og skrapp svo í sund. Eftir mikinn ærlsagang í sundinu var haldið til kvöldverðar og snæddu þau ljúfengar kjötbollur og spaghetti. Eftir þennan ljúfenga kvöldverð héldu þau til garðarins og fóru í spennandi, leiðinlegan og pirrandi leik. Að leiknum loknum héldu þau til kvöldvöku til að gera grín af leiðbeinendunum. Svo var frítími og allir áttu að fara að sofa 

 

Færeyjar

Planið var að drekkja okkur!

Klukkan var 08:30 og það var heiðskýr morgunn þegar allt í einu upp úr þurru ákvað Ágústa að vökva allan hópinn með úðabrúsa. Þegar allir voru búnir að þurrka af sér bleytuna hélt hópurinn í morgunmat ig svo var farið i riverrafting þar sem ýmislegt gerðist og allit lentu ofaní ánni, óvart eða viljandi.  Svo var haldið í sundlaugina einu sönnu hér á Löngumýri, á meðan aðrir slökuðu á.  Kvöldmaturinn gekk slysalaust fyrir sig þangað til Andreu tókst að henda sér á borð með hausinn á undan. Einhverjum mjög ósniðugum datt í hug að láta okkur fara í leik sem var ómögulegt að vinna og eftir hann voru flestir orðnir þreyttir og pirraðir og nenntu ómögulega að tala við leiðbeinendurna þetta kvöld. Um kvöldið fóru allir í spurningaleik þar sem krakkarnir áttu að giska hver af 3 fullyrðingunum um leiðbeinendurna var rétt. Eftir það fóru krakkarnir inn í herbergi að tala um þennan æðislega dag og ræddu um það hvernig morgundagurinn yrði. Svo þegar það átti að vera komin ró á hópinn voru allir orðnir svo spenntir að flestir sofnuðu fyrr en seint og um síðir.


There was a great big moose

GrinÁn efa var vinsælasta lagið Whistlingí sumarbúðunum Moose lagið en hér kemur textinnSmile

There was a great big moose

He liked to drink a lot of juice

 

The moose´s name was Fred

He liked to drink his juice in bed

 

He drank his juice with care

but he spilt it in his hair

 

Now there's a sticky moose

all covered in juice  

 

Now there's a sticky moose

sticky moose on the loose 


Fimmtudagurinn 14. ágúst

Við tókum upp þann sið í búðunum að láta hvern einasta hóp skrifa í sameiningu blogg um hvað hafði gerst um daginn. Hóparnir eru nefndir eftir því hvaða norræna leiðbeinenda þau voru með.

( Langar að benda á að ég skrifa færslurnar eins og þær koma fyrir Smile

 Færeyjar

Eysteinn (leiðeinandi) byrjaði daginn á því að hlaupa um húsið inní öll herbergin öskrandi og hoppandi með fuglsgogg á andlitinu. ekki voru allir ánægðir með það og ákváðu að sofa ögn lengur en þá kom Eysteinn bara aftur og dansaði þá stríðsdans með skeiðum og þá gáfust flestir upp á að reyna að sofa og drifu sig á lappir og síðan var haldið á leið í morgunmat klukkan 8:30 Eftir það fórum við í leiki og til að kynnast betur og skemmum okkur ógeðslega vel og ræddum um fordóma þá var komið að hádegisverðinum sem var æðislegur grjónagrautur og sumir fengu sér meira að segja brauð líka. Þá var komið að frjálsa tímanum og þá var sko heldur betur spilað! En sumir fóru út í fótbolta eða pínugólf HUGES! (Sigvalda fannst þetta asnalegt) Síðan fórum við út í leiki og létum okkur detta niður á útrétta arma félaga okkar eftir það var mjög gott að skella sér í sund. Eftir sundið var kvöldmatinn (fiskur í raspi) og núna sitjum við inní stofu og skrifum bloggfærslu um þennan æðislega dag sem hefur liðið svo hratt að fæst okkar tóku eftir að væri senn á enda.

Finnland

 Dagurinn byrjaði með mjög skringilegu fuglahljóði sem að Eysteinn vakti okkur með. Svo fórum við í morgunmat og borðuðum mjög góðan mat. Síðan fórum við í leik ar sem hver dróg land og svo átti maður að finna hver væri með sama land og maður sjálfur. Síðan fórum við í hópana okkar og vorum í umræðum og leikjum. Svo var hádegismatur þar borðuðum við grjónagraut. Eftir hádegismat var frjálstími þá var spilað, leikið sér, fótbolti og allskonar. Eftir kaffitíma sameinuðust allir út í leiki. Tommi og Jenna, eitur í flösku, þróunarleikinn og fullt í viðbót. Sumir gerðu mannlegan píramída. Síðan fóru sumir í sund og svo kvöldmatur sem var fiskur í raspi. Eftir kvöldmat fórum við í hópavinnu Happy

Danmörk

Við vorum vakin með fuglsgargi og einhverjum frumbyggjasöng. Það var hrikalegt og fyndið. Svo fórum við í morgunmat og hann var góður. fórum í einhvern landaleik og áttum að para okkur saman. Svo fórum við í þetta virðing og viðhorf dæmi. Við gerðum mörg veggspjöld. og við gerðum líka verkefni um greifynju og björgunarverkefnið mikla. Síðan var hádegismatur og það var grjónagrautur. Svo var frítími og svo kaffi og svo fórum við í útileiki og við fórum í þróunarleikinn, hoppuðum yfir spotta, tomma og jenna, stafrófsleikinn og duttum í hóp af fólki. Svo fóru margir í sund og svo var matur og svo fórum við í hópavinnuna.

Svíþjóð

Í morgun vöknuðum við, þann 14. ágúst það herrans ár 2008 við Eystein hinn ómótstæðilega. Við það að hann gargaði bókstaflegri merkingu upp í eyrað á okkur. Svo fengum við morgunverð. Svo eftir morgunmat gerðum við project sem fjallað um að bjarga af 24 manneskjum úr rútu sem hvolfdi. Svo engum við hádegismat. Síðan spiluðum við til kaffitíma og borðuðum þá. Síðan fórum við í útileik og það var alveg klikkað stuð. Svo fórum við í sund, svo borðuðum við kvöldmat og...( ég skil ekki þessi 5 orð sem eru eftir)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband