Fimmtudagurinn 14. ágúst

Við tókum upp þann sið í búðunum að láta hvern einasta hóp skrifa í sameiningu blogg um hvað hafði gerst um daginn. Hóparnir eru nefndir eftir því hvaða norræna leiðbeinenda þau voru með.

( Langar að benda á að ég skrifa færslurnar eins og þær koma fyrir Smile

 Færeyjar

Eysteinn (leiðeinandi) byrjaði daginn á því að hlaupa um húsið inní öll herbergin öskrandi og hoppandi með fuglsgogg á andlitinu. ekki voru allir ánægðir með það og ákváðu að sofa ögn lengur en þá kom Eysteinn bara aftur og dansaði þá stríðsdans með skeiðum og þá gáfust flestir upp á að reyna að sofa og drifu sig á lappir og síðan var haldið á leið í morgunmat klukkan 8:30 Eftir það fórum við í leiki og til að kynnast betur og skemmum okkur ógeðslega vel og ræddum um fordóma þá var komið að hádegisverðinum sem var æðislegur grjónagrautur og sumir fengu sér meira að segja brauð líka. Þá var komið að frjálsa tímanum og þá var sko heldur betur spilað! En sumir fóru út í fótbolta eða pínugólf HUGES! (Sigvalda fannst þetta asnalegt) Síðan fórum við út í leiki og létum okkur detta niður á útrétta arma félaga okkar eftir það var mjög gott að skella sér í sund. Eftir sundið var kvöldmatinn (fiskur í raspi) og núna sitjum við inní stofu og skrifum bloggfærslu um þennan æðislega dag sem hefur liðið svo hratt að fæst okkar tóku eftir að væri senn á enda.

Finnland

 Dagurinn byrjaði með mjög skringilegu fuglahljóði sem að Eysteinn vakti okkur með. Svo fórum við í morgunmat og borðuðum mjög góðan mat. Síðan fórum við í leik ar sem hver dróg land og svo átti maður að finna hver væri með sama land og maður sjálfur. Síðan fórum við í hópana okkar og vorum í umræðum og leikjum. Svo var hádegismatur þar borðuðum við grjónagraut. Eftir hádegismat var frjálstími þá var spilað, leikið sér, fótbolti og allskonar. Eftir kaffitíma sameinuðust allir út í leiki. Tommi og Jenna, eitur í flösku, þróunarleikinn og fullt í viðbót. Sumir gerðu mannlegan píramída. Síðan fóru sumir í sund og svo kvöldmatur sem var fiskur í raspi. Eftir kvöldmat fórum við í hópavinnu Happy

Danmörk

Við vorum vakin með fuglsgargi og einhverjum frumbyggjasöng. Það var hrikalegt og fyndið. Svo fórum við í morgunmat og hann var góður. fórum í einhvern landaleik og áttum að para okkur saman. Svo fórum við í þetta virðing og viðhorf dæmi. Við gerðum mörg veggspjöld. og við gerðum líka verkefni um greifynju og björgunarverkefnið mikla. Síðan var hádegismatur og það var grjónagrautur. Svo var frítími og svo kaffi og svo fórum við í útileiki og við fórum í þróunarleikinn, hoppuðum yfir spotta, tomma og jenna, stafrófsleikinn og duttum í hóp af fólki. Svo fóru margir í sund og svo var matur og svo fórum við í hópavinnuna.

Svíþjóð

Í morgun vöknuðum við, þann 14. ágúst það herrans ár 2008 við Eystein hinn ómótstæðilega. Við það að hann gargaði bókstaflegri merkingu upp í eyrað á okkur. Svo fengum við morgunverð. Svo eftir morgunmat gerðum við project sem fjallað um að bjarga af 24 manneskjum úr rútu sem hvolfdi. Svo engum við hádegismat. Síðan spiluðum við til kaffitíma og borðuðum þá. Síðan fórum við í útileik og það var alveg klikkað stuð. Svo fórum við í sund, svo borðuðum við kvöldmat og...( ég skil ekki þessi 5 orð sem eru eftir)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband