Á Flótta

Á flótta
Laugadaginn 11. október 2008 verður haldinn leikurinn Á Flótta. Um er að ræða hlutverkaleik þar sem þátttakendur setja sig í spor flóttafólks og þurfa að glíma við ýmsar raunir flóttamanna á 24 klukkutímum. Leikurinn er frá laugadeginum 11. október til sunnudagsins 12. október.

Skráningargjald í leikinn er 1.000.- krónur og er innifalið í því, dagskrá, gisting og uppihald á meðan á leiknum stendur. Skráningargjaldið þarf að greiða fyrir föstudaginn 3. október og er ekki endurgreitt.
Hægt er að greiða inn á bankareikning Urkí-R no. 1163-26-2567 kt. 471292-2659 setjið í skýringar texta Á flótta og fullt nafn þátttakanda. Einnig er hægt að koma við hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, Laugaveg 120, 4. hæð (fyrir ofan Kaupþing banka á Hlemmi) milli kl. 9:00-17:00 á mán-fimm og frá 09:00-15:00 á föstudögum.

Leikurinn verður haldinn á Kjalanesi og hefst kl. 12:00 við Félagsheimilið Fólkvang sem er næsta hús við Klébergsskóla.

Athugið að þátttakendur verða að koma sér til og frá leikstað.

Skráning í Á flótta
http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?name=umsokn_a_flotta_kjalarnesi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband