Færsluflokkur: Dægurmál

Við fögnum

Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands fagnar því að lögreglurannsókn sé hafin á vefnum sem frá er greint í fréttinni. Á vefnum er rekinn áróður fyrir kynþáttastefnu, fordómar gegn kynþætti og trúarbrögðum opinberaðir á afar ósmekklegan hátt auk þess sem hakakrossinn er nýttur til að smána íslenska þjóðfánann og skjaldamerki Íslands.

Þess má geta að á fundi stjórnar URKÍ laugarfdaginn 10. nóv var staða innflytjenda í íslensku samfélagi rædd. Í kjölfarið sendi stjórn URKÍ frá sér ályktun þess efnis að staða innflytjenda á Íslandi sé heldur slæm og munum við í URKÍ á næstu misserum gera það sem í okkar valdi stendur til að stuðla að bættri stöðu þeirra, hvort heldur með beinum aðgerðum eða öðrum hætti.


mbl.is Rannsókn hafin á kynþáttanetsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu skrefin !

Þessi nýi vettvangur URKÍ í blogg heimum er vilji stjórnar til að hafa skoðun á þeim málefnum sem eru Rauða krossinum hjartans mál.  Hér munu stjórn URKÍ setja inn fréttir og pistla um öll þau málefni sem hún telur sig vilja koma til ung fólks á öllum aldri. Það er von okkar að fólk hafi skoðun og verði virkt í að segja okkur hvað sé það sem skiptir máli og fylgist vel með því sem fram fer innan URKÍ.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband