Færsluflokkur: Dægurmál

EINN EINN TVEIR

Í dag, þann 11.febrúar er 112 dagurinn svokallaði. Haldið er upp á þennan dag um land allt, en margir ættu að kannast við hann þar sem hann er nú haldinn í fjórða skiptið. Tilefnið er enn og aftur það að minna fólk á neyðarnúmer viðbragðsaðila um land allt, 112. Rauði krossinn er einmitt einn af þeim mörgu og mætu aðilum sem svarar neyðarboðum frá 112. Í ár er áherslan lögð á að kynna og rifja upp skyndihjálp. Af þessu tilefni voru ungmenni á öllum skólastigum, vítt og breytt um landið, heimsótt af deildum Rauða krossins í dag og skólunum afhent veggspjöld sem sýna grunnatriði í skyndihjálp.

Reglulega eru haldin námskeið í skyndihjálp á vegum Rauða krossins um land allt, til að mynda er næsta námskeið í skyndihjálp haldið af Reykjavíkurdeild þann 12. febrúar nk. en upplýsingar um það og fleiri áhugaverð námskeið á vegum RKÍ má nálgast hér! Endilega athugið þetta. En einnig er hægt að sjá yfirlit næstu námskeiða og viðburða hægra megin á vefsíðu Rauða krossins undir yfirskriftinni Á döfinni.


Siðferðisboðskapur óskast

Þann 1.febrúar sl. birtist í Morgunblaðinu greinin Siðferðisboðskapur óskast, skrifuð af Jóni Þorsteini Sigurðssyni formanni URKÍ og Gunnlaugi Br. Björnssyni sem situr í stjórn URKÍ. Ákveðið var að skrifa þessa grein eftir umræður á stjórnarfundi URKÍ í janúar, um vaxandi fordóma í samfélaginu gagnvart fólki af erlendum uppruna. Þetta er merk grein sem vert er að skoða, en hana má nálgast á hér: Siðferðisboðskapur óskast


Sjálfboðaliðar óskast fyrir sumarmót Ungmennahreyfingarinnar

Sumarmót Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Viðhorf og virðing, verður haldið dagana 13.- 17. ágúst 2008 að Löngumýri í Skagafirði. Mótið er fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára og miðast fjöldinn við 30 manns. Þátttökugjald og dagskrá verða birt á vefnum á næstunni og opnað verður fyrir skráningu 20. febrúar næstkomandi.

Dagskrá mótsins verður blanda af gamni og alvöru. Unnið verður með viðhorf þátttakenda til ýmissa hópa og fá þeir m.a. tækifæri til að setja sig í spor þeirra í formi hlutverkaleikja. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, ferðum, kvöldvökum og annarri skemmtun.

Auglýst er eftir sjálfboðaliðum, 18 ára og eldri, til að starfa sem leiðbeinendur við mótið. Ekki er nauðsynlegt fyrir sjálfboðaliðana að vera allan tímann heldur gefst þeim kostur á að velja sér daga til að starfa við búðirnar. Þeir fá svo stundatöflu að loknu leiðbeinendanámskeiði sem haldið verður í apríl.

Áhugasamir geta haft samband við Jón Brynjar Birgisson, verkefnisstjóra URKÍ á landsskrifstofu Rauða kross Íslands í síma 570 4000 eða á netfangið jon@redcross.is.

-ABK


Gleðilegt nýtt ár / Happy New Year

búmmStjórn URKÍ vill óska öllum nær og fær farsæls og gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða.

URKÍ board wants to wish all a happy New Year and many thanks for all on the 2007.

El tablero de URKÍ desea desear todo el una Feliz Año Nuevo y muchas gracias por todos en el 2007.

Le conseil d'URKÍ veut souhaiter tout une nouvelle année heureuse et beaucoup de mercis de tous le 2007.

URK Í правление хочет желать все с новым годом и большое спасибо за все на 2007.

URKÍ Brett möchte wünschen alles ein glückliches neues Jahr und viel Dank für alle auf 2007.

Fyrir hönd stjórnar URKÍ

Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður / Chairman

 


Jólakveðja frá URKÍ

Stjórn Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Fyrir hönd stjórnar URKÍ
Arnar Benjamín Kristjánsson,
verkefnastjóri ungmennastarfs URKÍ á landsvísu.


Mismunun í neyðarstarfi - World Disasters Report 2007

Skýrsla Alþjóða Rauða krossins um hamfarir færir okkur nær þeim veruleikanum sem er uppi á teningnum í heiminum í dag.  Þema skýrslunnar í ár er mismunun í neyðarstarfi sem á sér stað á hamvarasvæðum gagnvart ýmsum hópum svo sem og öldruðum, fólk sem á við fötlun að stríða, ýmsum minnihlutahópum og konum. Þar sem þetta er staðreynd í starfi mannúðarsamtaka er mikilvægt að kalla eftir því að þetta veri dregið fram og reynt að höfða til þess að þeir sem því sinna gæti hlutleysis.  Hamfarir mismuna ekki fólki eftir stétt eða þjófélagsstöðu, hví ættum við að gera það?  Ég hvet ykkur eindregið til að líta á skýrsluna.  Hægt er að smella HÉR til að nálgast hana.

Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður URKÍ

 


mbl.is Færri létust í náttúruhamförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir Íslendingar á Íslandi

Þetta viðtal var í Ísland í dag í kvöld við Einar Skúlason, framkv.stj. Alþjóðahús og Jón Magnússon alþingismann um innflytjendamál.

JÞS


Skyndihjálparmaður ársins

Hér er smá frétt sem birtist á vefútgáfu BB um Skyndihjálparmann ársins. 

Alþjóða Rauði krossinn óskar eftir auknum framlögum fyrir Bangladess

Alþjóða Rauði krossinn hefur nú lagt fram nýja neyðarbeiðni fyrir Bangladess að upphæð tæplega 1,4 milljörðum íslenskra króna (24.500.000 CHF). Það fé sem safnast verður notað til að hjálpa 1,2 milljónum manna sem orðið hafa fórnarlömb fellibylsins Sidr. Rauði kross Íslands sendi þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðarinnar þann 19. nóvember.

Aðstoðin mun ná til níu af þeim héruðum landsins þar sem fellibylurinn olli mestu tjóni. Þar verður  fjölskyldum sem misst hafa heimili sín í hamförunum séð fyrir mat, húsaskjóli, heilbrigðisþjónustu, vatni og hreinlætisaðstöðu. Neyðaraðstoðinni er ætlað að koma til móts við mikilvægustu þarfir fórnarlambanna. Dreift verður byggingarefni, mat, fötum og fólkinu séð fyrir hreinu vatni og  heilbrigðisþjónustu.

Í neyðarbeiðninni er gert ráð fyrir ríflegum framlögum til uppbyggingar landsfélagsins og eflingu neyðarvarna. Mjög mikilvægt er að Rauði hálfmáninn í Bangladesh fái tækifæri til að búa sig vel undir hamfarir í framtíðinni. Þær neyðarvarnir félagsins sem þegar voru til staðar þegar fellibylurinn Sidr gekk yfir landið hafa að öllum líkindum bjargað þúsundum mannslífa. Það er mikilvægt að þetta hlutverk félagsins fái aukinn stuðning í framtíðinni til að draga megi enn frekar úr afleiðingum hamfara af þessu tagi. Einnig er lögð mikil áhersla á að útvega fórnarlömbum fellibylsins húsnæði þar sem nærri hálf milljón heimila hefur eyðilagst. Fyrst og fremst er þar um að ræða bráðabirgðaskjól en einnig verður lögð áhersla á að koma fólkinu í varanleg húsakynni. Alþjóða Rauði krossinn er sú hjálparstofnun sem veitir mesta aðstoð af þessu tagi til fórnarlamba fellibylsins Sidr.

Nýjustu tölur benda til þess að Fellibylurinn Sidr hafi orðið hér um bil 3.000 manns að bana og að tæplega 35.000 manns hafi slasast. Rúmlega 1.700 manns er enn saknað. Aðrar opinberar tölur sýna að sex milljónir manna hafi orðið fyrir tjóni og að um það bil hálf milljón heimila í 30 héruðum hafi gjöreyðilagst . Fellibylurinn eyðilagði jafnframt mörg vatnsból og búfénaður drapst í þúsundatali. Uppskera hefur eyðilagst á um það bil einni og hálfri milljón ekra.

Hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Bangladess  er þegar í fullum gangi og daglega berast meiri hjálpargögn til þeirra sem eiga um sárt að binda. Frá því óveðrið skall á hefur rúmlega 10.000 fjölskyldupökkum, 5.000 plastdúkum, 100.000 sótthreinsunartöflum og 20.000 matarpökkum verið dreift. Tugum þúsunda skammta af söltum til meðferðar við niðurgangi hefur einnig verið dreift, en skortur á hreinu vatni eykur tíðni sýkinga af því tagi. 18 hjúkrunarteymi frá Alþjóða Rauða krossinum ferðast um og veita slösuðum skyndihjálp og aðra  heilbrigðisþjónustu.

Rauði kross Íslands bendir á Söfnunarsímann 907 2020 fyrir þá sem vilja leggja fram framlög vegna hamfaranna í Bangladess. Við hvert símtal dragast frá 1.200 kr. sem greiðast með næsta símreikningi.

Nánari upplýsingar gefur Davíð Lynch verkefnisstjóri neyðaraðstoðar hjá Rauða krossi Íslands í síma 570-4000.


Ungt fólk í sókn innan Rauða krossins

together-logo-enNú var að ljúka aðalfundi Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldin var í Genf dagana 19. til 22. þ.m.  Formaður sótti fundinn fyrir okkar hönd sem hefur verið baráttumál fyrrum formanna sem og annarra ungmenna í heiminum en er nú orðið að veruleika. 

Aðalmálefni fundarins voru loftslagsbreytingar, fólksflutningar, sjúkdómar, ofbeldi og breyting á lögum hreyfingarinnar.  Helsta breyting á lögum sem snertir okkur og ungmenni innan Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans var að Ungmennaráðið (Youth Commission) var sett í fastari skorður innan laganna auk þess sem formaður ráðsins á nú fast sæti í stjórn Alþjóðasambandsins.  Þar með eru ungmenni innan Rauða krossins að sækja á innan hreyfingarinnar og vonast er til að fleiri landsfélög sendi fulltrúa ungmenna á fundi framtíðarinnar. Nánar er hægt að lesa um fundinn hér og hér. 

Ungmennaverðlaunin voru veitt og voru það 5 landsfélög sem hlutu þau þetta árið. Má lesa nánar um það hér hverjir hlutu þessi verðlaun.  Samdóma álitt ungmenna, sem hittust reglulega á hliðarfundum, er að sameinaður kraftur okkar ungmenna er afl sem ekki er hægt að horfa framhjá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband