Landsmót URKÍ

Landsmót Ungmennahreyfingar Rauða krossins verður haldið dagana 13.- 15. mars 2009 í Vík í Mýrdal. Mótið er fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins á aldrinum 16-30 ára. Þátttökugjald er 4000 krónur sem er greitt við brottför. Rúta frá Reykjavík, gisting og matur eru innifalin (morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á laugardeginum og morgunverður og hádegisverður á sunnudeginum).

Mótið verður í ráðstefnustíl og mun byggja á fyrirlestrum og örnámskeiðum sem hver og einn getur valið sér eftir áhugasviði. Umfjöllunarefnin eru mannúðarmál, ýmis ungmennamálefni Rauða krossins, alþjóðamál, framkoma og ræðumennska og skyndihjálp, svo dæmi séu tekin.

Skráning er hafin á http://rki.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?id=1001270&detail=1012962 Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband