5.9.2009 | 12:57
Sumarbúðirnar á Löngumýri hluti II
Sunnudagurinn 9. ágúst
Rauðu glerbrotin
Við fórum frá Löngumýri í raftinghúsið. Fórum í gallana og gerðum okkur tilbúin, fórum í rútuna og keyrðum að ánni. Svo fórum við í björgunarvestin og í stutta kennslu hvernig við áttum að vera í bátnum. Svo lögðum við af stað. Sumir voru pírnu hrædir en samt fórum allir. Það var mikið af flúðum, stoppuðum og fegnum kakó úr hvernum. Svo sáum við hesta og rusl. Svo þegar bátar fóru fram hjá okkur þá skvettu allir á hvor aðra, hrinda hvor öðrum úti og taka aðra ofan í bátinn sinn. Svo stukkum við úti og héldum okkur í bátinn. Svo fórum við í fleiri flúðir og gil. Svo var komið að því að fara úr ánni og labba upp risa stiga. Þegar við vorum komin upp stigann þá þurftum við að fara úr hálfum gallanum sumum fannst það mikið mál. Svo fórum við aftur í raftinghúsið og fórum alveg úr gallanum. Sumir voru alveg þurrir en sumir voru rennandi blautir. Svo fengum við brauð og kakó og horfðum á einhverja raftingmynd. Þegar allir voru búnir að drekka kakóið sitt þá fórum við aftur á löngumýri, fórum í sun dog leiki. Eftir þetta fórum við að sofa.
Rauðu sauðirnir
Flestir vöknuðu við hressa tónlist. Svo fengum við okkur morgunmat og fórum í samstæðuleik, eftir það fórum við út í leiki. Eftir það var hádegismatur og fengum við aspaslausa aspassúpu J Við fórum svo í flúðarsiglingu og það var geðveikt gaman, manni var ískalt og flestir blotnuðu í gegn. Við fórum svo aftur að bátahúsinu þar fengum við okkur nesti og kakó, fórum svo heim og fengum kvöldmat, þar sem Martin borðaði 4 diska með sjúklega mikilli kokteilssósu, síðan var farið í sund og buslað mikið. Nokkrir fóru í limbó fyrir svefninn.
Kjarnorkusprengjunar
Hituðum upp fyrir daginn með alskonar leijum. Borðuðum hádegismat sem fór misvel í fólk. Fórum í riverrafting. Það var geðveikt. Þegar komið var á vatnið hófst alsherjar skvettustríð á milli báta. Sumir voru hræddir við vatnið og þorðu ekki að hreydfa sig á meðan aðrir kyngdu óttanum og stukkur út í vatnið. Martin rændi nokkrum stelpum yfir í bátinn okkar. Þegar við komum þreytt heim beið okkar kvöldverður sem samastóð af kjúklingi, frönskum og salati. Margir drífðu sig í heita sundlaugina eftir matinn til að hlýja sér eftir volkið í kaldri jökulánni. Nokkir krakkar tóku sig til og settu tónlist og fóru í limbo sem var unnið af Hrönn og Kötlu. Over & out
Flinstones
Við vorum vakin snemma með tónlist. Fengum okkur morgunmat og forum svo út í leiki. Borðuðum hádegismat og eftir hann fórum við í river rafting, sem var heavy skemmtilegt. Margir duttu út í ískalda ánna og mörgum var hent út í. Eftir river rafting fóru flest allir í sundlaugina í blak. Í kvöldmat var þessi dýrindis kjúkingur með frönskum. Á kvöldvökunni var fullt sem gert var, sumir fóru í limbó, aðrir hoppa yfir kústskaft en hinir sátu og hlustuðu á tónlist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.