11.8.2008 | 20:20
Sumarmót URKÍ
Núna á miðvikudaginn, 13. ágúst, munu 30 kát ungmenni koma saman og eiga góða stund, undir leiðsögn skemmtilegra leiðbeinenda.
Sumarbúðirnar eða sumarmótið ber nafnið Viðhorf og virðing og er í tengslum við samnefnt námskeið. Dagskráin samanstendur af ýmsum viðburðum og má nefna river rafting, sund, kvöldvökur ásamt fullt af skemmtilegum leikjum.
Við erum einnig svo heppin að við munum fá 4 leiðbeinendur frá hinum Norðurlöndunum. Þeir koma frá Færeyjum, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð.
ADG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.