Tákn Rauða krossins misnotað?

Ég var að lesa þessa frétt og langaði að koma henni hérna inn á...

Leyniþjónusta kólumbíska hersins situr nú undir ásökunum um að hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum og framið stríðsglæp með því að nota fána Alþjóða rauða krossins er fimmtán gíslar Farc samtakanna voru frelsaðir úr haldi samtakanna fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Yfirvöld í Kólumbíu höfnuðu upphaflega slíkum staðhæfingum en hafa nú sagt að öll tákn sem notuð hafi verið í aðgerðinni hafi verið sérútbúin en að ekki hafi verið notuð tákn nokkurra samtaka. Talsmenn Alþjóða rauða krossins segja að trúnaðarsamtöl hafi farið fram á milli fulltrúa samtakanna og yfirvalda í Kólumbíu um málið.

Fram kemur á fréttavef CNN að fréttamenn stöðvarinnar hafi séð myndir og myndbönd þar sem greinilega megi sjá að tákn Rauða krossins hafi verið notuð við aðgerðina. Mark Ellis, framkvæmdastjóri alþjóðlegu lögfræðisamtakanna International Bar Association, segir að sé þetta rétt, sé það óumdeilanlega stríðsglæpur sem geti stofnað framtíðastarfi hlutlausra hjálparsamtaka í hættu.

„Það er ljóst að það er mjög skýrt kveðið á um notkun tákna í sáttmálanum, vegna þess hvað þau standa fyrir, þ.e. hlutleysi,” segir hann. „Það er talin hætta á því að séu þau misnotuð dragi það úr trúverðugleika hlutleysisins og skaði þannig starfsemi samtakanna,” segir hann.

Aðgerðin sem um ræðir vakti mikla athygli en Ingrid Betancourt, fyrrum forsetaframbjóðandi í Kólumbíu, var meðal þeirra fanga sem frelsaðir voru í henni. Eftir að hún hlaut frelsi réttlætti hún aðgerðina og sagði fangana hafa þolað svo miklar þjáningar að það hlyti að réttlæta hvernig að henni var staðið. sótt af vef Morgunblaðsins
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/07/16/takn_rauda_krossins_misnotud/

ADG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir eru víst búnir að biðjast afsökunnar

Arna Dalrós (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband