Vorferð barna og unglingastarfs á höfuðborgasvæðinu

Laugardaginn 24. maí héldu unglingar í unglingarstörfum deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Það var haldið til Stokkseyrar þar sem farið var í sund. Drauga, Trölla og Álfasetrin var heimsótt. Krakkarnir voru himinlifandi yfir safninu og vildu sum fara strax af stað aftur þegar þau voru búnir að fara einn hring, en önnur voru ánægð að ferðin um safnið væri yfirstaðin. Þegar búið var að hræða líftóruna úr öllum, þá sérstaklega leiðbeinendum, var haldið til Hveragerðis þar sem farið var í leiki og hamborgarar grillaðir í góðviðrinu. Fékk hópurinn afnot af húsnæði Hveragerðisdeildarinnar.
Sótt af vef Reykjavíkurdeildarinnar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband