Þáttaka í þjóðahátíð

Um síðustu helgi tóku tvær deildir Rauða krossins þátt í Þjóðahátið Alþjóðahússins.Ungliðar á vegum Hafnarfjarðardeildar stóðu fyrir bókamarkaði til styrktar félagsstarfs fyrir hælisleitendur á Íslandi auk þess sem þau kynntu vinadeildasamstarf við deild innan Malavíska Rauða krossinn. Einnig mátti jafnframt kaupa ýmsa muni og te frá Malaví. Ágóði af sölunni rennur beint til styrktar Rauða kross deildarinnar í Malaví. Ungmennin söfnuðu alls 17.750 kr. sem skiptast nokkurn vegin til helminga á milli þessara tveggja verkefna.Á næsta bási við bókamarkaðinn kynnti Garðabæjardeild Mentoraverkefni sem deildin hefur umsjón með. Í verkefninu styðja íslenskar konur við bakið á erlendum konum sem hér búa með það að markmiði að auðvelda þeim atvinnuþátttöku og aðlögun að íslensku samfélagi.

sótt af vef Hafnafjarðadeildarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband