Ýmislegt í gangi

Þó það sé komið sumar með sól og sumaryl en óþarfa vind og rigningu má segja að það sé alveg nóg að gera.

Fyrsti stjórnarfundur URKÍ stjórnarinnar var haldinn 31.maí og gekk fundurinn ágætlega miðað við að stjórnin var dreifð um landið.

Eftir fundinn ákváðu tveir stjórnarmeðlimir að fara á skjálftasvæðið eftir að það hafði verið beðið um auka mannskap og hjálpa.

Spurning hvort að þau vilji segja frá hvernig sú reynsla var?

Undurbúningur fyrir sumarmótið er í fullum gangi og mikil spenna komin í leiðbeinendurna. Það er enn pláss, endilega látið það berast og þó að umsóknartíminn sé liðinn þá kemst fólk enn að. Allar upplýsingar eru á redcross.is og hjá Jóni Brynjari. 

Mig langar að benda þeim á sem hafa áhuga á að vera í einhverri nefndinni innan URKÍ þá endilega senda póst á urki@redcross.is, en þær eru; Alþjóðanefnd, Ritnefnd og Verkefnanefnd.  Wink

ADG 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband