Suðurlandskjálfti

Einsog flest allir hafa áttað sig á varð jarðskjálfti á Suðurlandi í dag. Hann var ábilinu milli 6,1-6,3 á richter og mun hann hafa fundist um allt land. Allavega á  Ísafjörð, ég fann það. 

Aðsjálfsögðu var Rauði krossinn kominn fljótlega á staðinn og er búinn að koma  upp fjöldahjálparstöðvum á öllum stöðum þar sem fólk getur leitað sér hjálpar.  Samkvæmt fréttum eru um 100 sjálfboðaliðar að störfum á vettvangi í fjöldahjálp,áfallahjálp og skyndihjálp. Fólki var mikið brugðið enda mikil ósköp sem dundu á. 

Sjálfboðaliðar  munu standa vaktina í nótt í Hveragerði og á Selfossi, en vegna lítillar aðsóknarvar ákveðið að loka fjöldahjálpastöðvunum á hinum stöðunum s.s. Hvolsvelli, Hellu,Þykkvabæ, Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir miðnætti. Ef til þurfti átti að opnafjöldahjálparstöð í Menntaskólanum í Hamrahlíð en á því var ekki þörf. Allirþeir sem leituðu sér aðstoðar  vegna gistingar hjá Rauða krossinum áReykjavíkursvæðinu hefur verið komið fyrir heimahúsum.

Samkvæmtfréttum slösuðust 28 manns, 21 með minniháttar meiðsl og 7 leituðu aðstoðar áslysadeild. Mikið tjón varð á eigum fólks og húsum. 

 ADG

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband