HIV-leikurinn

Þriðjudaginn 15.apríl var URKÍ-Akureyri með HIV-leik á opnum dögum hjá menntskælingum. Mikill áhugi var fyrir leiknum og fylltust fljótlega öll 20 plássin.Svona er honum lýst.Leikurinn gengur í stuttu máli þannig fyrir sig að þátttakendur fá nýtt nafn, persónuleika og áhugamál og svo lítið glas með óþekktum vökva. Síðan fer fólk að spjalla saman og ef efni standa til geta þau stundað kynlíf saman. Það er síðan undir persónuleikanum komið hvort það verður öruggt eða ekki, það er að segja hvort vökvunum verður blandað saman eður ei. Leikurinn endar síðan á því að allir fara í HIV próf og kemur þá í ljós hverjir eru sýktir og hverjir ekki.- AkureyradeildÞað var aðeins einn þáttakandi sem var upphaflega smitaður af HIV en í lok leiksins munu allir, nema tveir, vera sýktir.

Leikurinn gekk vonum framar og voru þátttakendur flestir á því máli að leikurinn hefði fengið þau til að sjá þessi mál í nýju ljósi.

Það væri gaman að sjá þetta gerast í fleiri deildum... til að sýna fram á alvarleika málsins langar mig að láta fylgja með link inn á AIDS "klukku"  

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=284921

ADG 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband