20.5.2008 | 11:53
"Allir með"
Reykjavíkurdeildin er að setja á laggirnar nýtt verkefni í samstarfi við Alþjóðahúsið sem nefnist "Allir með". Verkefninu er ætlað að ná til barna af erlendum uppruna inn í íþróttastarf. það hefur sýnt sig að foreldrar af erlendum uppruna eru ekki að nýta frístundakortin fyrir börn sín.
Alþjóðahúsið er með foreldrafræðslu og þjálfunarfræðslu um mikilvægi þess að gera íþróttastarfið aðgengilegra fyrir börn af erlendum uppruna og hefur URKÍ-R fengið að koma inn hjá sömu íþróttafélögum og eru að taka þátt. Þar hafa þau verið með fordómafræðslu sem þau byggja upp úr verkefnapakkanum Viðhorf og virðing.
ADG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.