Ný stjórn

Góðan daginn gott fólk eins og komið hefur fram er ný stjórn sest við borð URKÍ og mun hún taka formlega til starfa 31. maí. Haldið var upp á þessi tímamót á föstudaginn með grillveislu þar sem gamla og nýja stjórnin skemmtu sér og var mikið fjör.LoL

Aðalfundur RKÍ var haldin núna á laugardaginn 17. maí og mættu á annað hundrað fulltrúa frá 47 deildum, ýmis ný verkefni voru kynnt og ný stjórn RKÍ kosin.

Anna Stefánsdóttir tók við af Ómari H. Kristmundssyni. Við óskum Önnu til hamingju með kjörið og þökkum Ómari fyrir vel unnin störf.
Endurkjörnir í stjórn voru Esther Brune, Sigríður Magnúsdóttir, Gunnar Frímannsson og Þórdís Magnúsdóttir. Anh-Dao Tran var ný kjörin til setu í stjórn og óskum við öllum til hamingju.

Síðan hittumst við öll á aðalfundi  í Vík í Mýrdal 2009Smile

Arna Dalrós


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband