Sumarmót URKÍ 2008

Skráning er hafin! Grin

Sumarmót Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Viðhorf og virðing, verður haldið dagana 13.-17. ágúst 2008 að Löngumýri í Skagafirði. Mótið er opið öllum unglingum á aldrinum 13-16 ára. Þáttökugjald er 20.000 krónur og innifalið í því er akstur til og frá Reykjavík, gisting, fullt fæði og þáttaka í dagskrárliðum.

Í dagskrá mótsins er blandað saman gamni og alvöru. Unnið verður með viðhorf þáttakenda til ýmissa hópa og fá þeir meðal annars tækifæri til að setja sig í spor þeirra í formi hlutverkaleikja. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, ferðum, kvöldvökum og annarri skemmtun. Hægt er að nálgast dagskrána á vef Rauða kross Íslands, www.raudikrossinn.is

Mótið fer fram á íslensku en ákveðnir þættir fara fram á ensku og verða túlkaðir. Ef þörf er á túlkun fyrir erlenda þáttakendur er mikilvægt að láta vita af slíku við skráningu svo hægt sé að verða við óskum þar að lútandi.

Skráning þáttakenda fer fram á vefnum. Aðeins 30 pláss eru í boði en öðrum gefst kostur á að fara á biðlista. Fljótlega eftir skráningu verður haft samband við foreldri/forráðamann unglingsins og gengið úr skugga um að um raunverulega skráningu sé að ræða. Í kjölfarið verður svo sendur út reikningur fyrir þáttökugjaldi.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Jóni B. Byrgissyni á landsskrifstofu Rauða kross Íslands, í gegnum netfangið jon@redcross.is eða í síma 570 4000.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband