23.11.2007 | 23:03
Ungt fólk í sókn innan Rauða krossins
Nú var að ljúka aðalfundi Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldin var í Genf dagana 19. til 22. þ.m. Formaður sótti fundinn fyrir okkar hönd sem hefur verið baráttumál fyrrum formanna sem og annarra ungmenna í heiminum en er nú orðið að veruleika.
Aðalmálefni fundarins voru loftslagsbreytingar, fólksflutningar, sjúkdómar, ofbeldi og breyting á lögum hreyfingarinnar. Helsta breyting á lögum sem snertir okkur og ungmenni innan Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans var að Ungmennaráðið (Youth Commission) var sett í fastari skorður innan laganna auk þess sem formaður ráðsins á nú fast sæti í stjórn Alþjóðasambandsins. Þar með eru ungmenni innan Rauða krossins að sækja á innan hreyfingarinnar og vonast er til að fleiri landsfélög sendi fulltrúa ungmenna á fundi framtíðarinnar. Nánar er hægt að lesa um fundinn hér og hér.
Ungmennaverðlaunin voru veitt og voru það 5 landsfélög sem hlutu þau þetta árið. Má lesa nánar um það hér hverjir hlutu þessi verðlaun. Samdóma álitt ungmenna, sem hittust reglulega á hliðarfundum, er að sameinaður kraftur okkar ungmenna er afl sem ekki er hægt að horfa framhjá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.