Ný stjórn

Góðan daginn gott fólk eins og komið hefur fram er ný stjórn sest við borð URKÍ og mun hún taka formlega til starfa 31. maí. Haldið var upp á þessi tímamót á föstudaginn með grillveislu þar sem gamla og nýja stjórnin skemmtu sér og var mikið fjör.LoL

Aðalfundur RKÍ var haldin núna á laugardaginn 17. maí og mættu á annað hundrað fulltrúa frá 47 deildum, ýmis ný verkefni voru kynnt og ný stjórn RKÍ kosin.

Anna Stefánsdóttir tók við af Ómari H. Kristmundssyni. Við óskum Önnu til hamingju með kjörið og þökkum Ómari fyrir vel unnin störf.
Endurkjörnir í stjórn voru Esther Brune, Sigríður Magnúsdóttir, Gunnar Frímannsson og Þórdís Magnúsdóttir. Anh-Dao Tran var ný kjörin til setu í stjórn og óskum við öllum til hamingju.

Síðan hittumst við öll á aðalfundi  í Vík í Mýrdal 2009Smile

Arna Dalrós


Af landsfundi

Landsfundur URKÍ var haldinn þann 19.apríl sl. að Efstaleiti 9 í Reykjavík.

Þetta var góður fundur og vel mætt. Fundarstjóri var Höskuldur Sæmundsson leikari og fundarritari Kristjana Þrastardóttir. Á fundinum voru ýmis mál rædd og yfirfarin, m.a. markmið og stefna URKÍ til 2010 og skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. Hér að neðan má sjá niðurstöður kosninga til nýrrar stjórnar fyrir starfsárið 2008-2009.

Almennir stjórnarmenn:

  • Arna Dalrós Guðjónsdóttir
  • Svava Traustadóttir
  • Arnar Benjamín Kristjánsson
  • Auður Ásbjörnsdóttir
  • Pálína Björk Matthíasdóttir
  • Ágústa Ósk Aronsdóttir

Varamenn í stjórn:

  • Sædís Mjöll Þorsteinsdóttir - fyrsti varamaður
  • Margrét Inga Guðmundsdóttir - annar varamaður

Jón Þorsteinn formaður URKÍ var kosinn til tveggja ára á landsfundi 2007 og situr því áfram næsta starfsár. Arnar Benjamín, Auður og Pálína Björk voru öll í fyrri stjórn URKÍ og voru kosin aftur í ár. Aðrir eru nýjir í stjórn. Mikil ánægja er með nýja stjórn og er þeim óskað velfarnaðar og lukku í starfi.

 

K.Þ.


Fyrsti apríl!

Ef þú fékkst tölvupóst um íkveikjuhóp URKÍ og fórst inn á tengil til að segja þína skoðun á verkefninu hefur þú "hlaupið" fyrsta apríl! Ekki eru uppi neinar áætlanir um að stofna íkveikjuhóp innan URKÍ! LoL

En fyrst þú ert hingað kominn.. þá skaltu skrifa nafnið þitt í komment við þessa færslu! Wink

Góðar kveðjur.


Allir jafnir, engir tveir eins

Í tilefni Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti dagana 15.-23. mars er ágætt að hugleiða kynþáttamisrétti og fordóma hér á Íslandi. Í mínu starfi verð ég vör við það að oft stöndum við okkur nokkuð vel. Það er mín tilfinning að stór hluti þjóðarinnar sé sér meðvitandi um hversu jákvæð og góð áhrif innflytjendur hafa á íslenskt samfélag. Einnig hversu fjölbreyttari menning okkar hefur orðið í kjölfar þess að fólk af erlendum uppruna sér kosti þess að setjast hér að og hefja nýtt líf á litla Íslandi. En þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar taki fjölgun fólks af erlendum uppruna hér á landi vel þá heyrast nokkuð oft háværar raddir um ókosti þess.

Ég á í stökustu vandræðum með að skilja þessar raddir, margir Íslendingar hafa sjálfir notið þeirra forréttinda að fá að búa erlendis og þá vera útlendingur þar í landi. Það er mikil lífsreynsla og fólk lærir margt nýtt. Við erum stolt af heimsborgurunum okkar og fólkinu í útrás. Aldrei hef ég heyrt að vera Íslendinga erlendis hafi neikvæð áhrif á menningu og samfélag þeirrar þjóðar sem þeir dvelja meðal, jafnvel þótt um sé að ræða innrás í erlenda menningarheima. Það er jú þannig að meðan við erum í útrás hér heima erum við í innrás erlendis.

Þá má benda á að Íslendingar eru ekki frábrugðnir öðrum þjóðum og ekki erum við öll eins. Meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga erlendis, leynast líka svartir sauðir sem ekki er hægt að segja að sé íslensku þjóðinni til sóma. Nýlega heyrði ég því fleygt að af þeim fámenna hópi Íslendinga sem búsettur eru í Brasilíu séu allavega tveir í fangelsi og í einu næturskýli fyrir heimilislausar konur rétt fyrir utan Kaupmannahöfn í Danmörku þar sem gistipláss er fyrir átta konur, eru tvö rúm nýtt af íslenskum konum.

Við Íslendingar sem þjóð erum ekkert ólík öðrum þjóðum, við ferðumst um heiminn, festum búsetu annars staðar og tökum þátt í lífinu víðsvegar um heiminn. Við skiljum ekki okkar menningu eftir heima á Íslandi heldur tökum hana með okkur hvert sem við förum, við jafnvel fáum grænar Ora-baunir sendar þvert yfir hnöttinn. En að öllu jöfnu tökum við þátt í því samfélagi sem við dveljum í hverju sinni, rétt eins og innflytjendur gera á Íslandi.

Fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvert annað koma í veg fyrir að við fögnum fjölbreytileikanum og njótum þess að læra hvert af öðru, en á því græðum við öll!

Marín Þórsdóttir starfsmaður URKI-R

Greinin var fengin af síðu Rauða krossins.

 


Einn mánuður í landsfund

Nú eru páskarnir að skella á og margir leggja þá land undir fót. Vonandi er að öll ferðalög gangi vel og fólk njóti páskanna.

Við í stjórn URKÍ óskum öllum gleðilegra páska og viljum í leiðinni minna ykkur á landsfund URKÍ sem verður haldinn eftir nákvæmlega einn mánuð, þann 19.apríl nk. Sjá síðustu bloggfærslu fyrir fleiri upplýsingar um fundinn! Allir velkomnir!

Páskastuð! Góðar kveðjur, URKÍ

 


mbl.is Tugþúsundir á faraldsfæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LANDSFUNDUR URKÍ 2008

L a n d s f u n d u r

null

Verður haldinn laugardaginn 19. apríl 2008 frá kl. 13:00-15:00

í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík

 

Dagskrá landsfundar samkvæmt 6.grein starfsreglna er eftirfarandi

  • 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • 2. Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
  • 3. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar og umræðu skv. 8. gr.
  • 4. Tillögur að breytingum á starfsreglum, skv. 9. gr.
  • 5. Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs skv. 7. gr.
  • 6. Kosning varamanna stjórnar skv, 7 gr
  • 7. Önnur mál.

Allir félagar URKÍ eiga rétt til setu á landsfundinum með tillögu- og atkvæðisrétti að fengnu samþykki viðkomandi deildar.

Samtals eru 8 sæti í kjöri og óskar stjórn URKÍ að framboð berist varaformanni URKÍ Hannesi Arnórssyni fyrir aðalfund (hannesar@gmail.com). Einnig er heimilt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum.

Þeir sem hafa áhuga skulu ekki hika við að bjóða sig fram!

Öllum félögum Rauða kross Íslands sem eru 30 ára eða yngri er heimilt að bera upp tillögur um breytingar á starfsreglum URKÍ. Breytingatillögur skulu berast stjórn URKÍ tveimur vikum fyrir landsfund. Allar breytingatillögur skal bera upp á löglegum landsfundi. Breytingatillögur öðlast gildi ef meirihluti fundarmanna greiðir þeim atkvæði sitt og stjórn Rauða kross Íslands samþykkir þær.

Hægt er að nálgast starfsreglur URKÍ á slóðinni http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?id=1000417

 

Fyrir hönd stjórnar URKÍ

Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður


Greiðsluerfiðleikar?

Þorirðu ekki að opna þau? - opnaðu þig!

Átaksvika 1717 Hjálparsíma Rauða krossins, stendur nú yfir. Athyglinni er að þessu sinni beint að greiðsluerfiðleikum, en hver sem er getur hringt inn og fengið ráðgjöf og leiðbeiningar um hvernig á að snúa sér í þessum málum. Þetta getur ekki annað en átt vel við miðað við fréttir af fjárhagsmálum í samfélaginu okkar í dag!


mbl.is Rauði krossinn beinir sjónum að fólki í greiðsluerfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært!

URKÍ fagnar því að farið er að kenna Rauða kross áfanga, SJÁ 102, við Menntaskólann á Ísafirði! W00t

Frétt um þetta og helstu upplýsingar um áfangann má sjá HÉR!  Cool

 


Bræður og systur gegn rasisma

Mikil ánægja greip um sig þegar URKÍ stjórnin heyrði af framtaki Bubba Morthens gegn rasisma. Stjórn URKÍ fagnar ákaflega framtaki Bubba, en eins og flestum ætti að vera kunnugt heldur hann í kvöld tónleika sem bera yfirskriftina "Bræður og systur" en tilgangurinn með þeim er að vekja athygli á, og berjast gegn rasisma á Íslandi. Húsið opnar kl. 19:00 og er frítt inn.  

Áfram Bubbi! Wink

Bubbi Morthens

(Myndin var fengin að láni á www.bubbi.is)


Sumarmót URKÍ 2008

Skráning er hafin! Grin

Sumarmót Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Viðhorf og virðing, verður haldið dagana 13.-17. ágúst 2008 að Löngumýri í Skagafirði. Mótið er opið öllum unglingum á aldrinum 13-16 ára. Þáttökugjald er 20.000 krónur og innifalið í því er akstur til og frá Reykjavík, gisting, fullt fæði og þáttaka í dagskrárliðum.

Í dagskrá mótsins er blandað saman gamni og alvöru. Unnið verður með viðhorf þáttakenda til ýmissa hópa og fá þeir meðal annars tækifæri til að setja sig í spor þeirra í formi hlutverkaleikja. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, ferðum, kvöldvökum og annarri skemmtun. Hægt er að nálgast dagskrána á vef Rauða kross Íslands, www.raudikrossinn.is

Mótið fer fram á íslensku en ákveðnir þættir fara fram á ensku og verða túlkaðir. Ef þörf er á túlkun fyrir erlenda þáttakendur er mikilvægt að láta vita af slíku við skráningu svo hægt sé að verða við óskum þar að lútandi.

Skráning þáttakenda fer fram á vefnum. Aðeins 30 pláss eru í boði en öðrum gefst kostur á að fara á biðlista. Fljótlega eftir skráningu verður haft samband við foreldri/forráðamann unglingsins og gengið úr skugga um að um raunverulega skráningu sé að ræða. Í kjölfarið verður svo sendur út reikningur fyrir þáttökugjaldi.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Jóni B. Byrgissyni á landsskrifstofu Rauða kross Íslands, í gegnum netfangið jon@redcross.is eða í síma 570 4000.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband