Landsfundur Urkí

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða krossins var haldinn þann 25.apríl  Rúmlega 30 URKÍ félagar sátu fundinn, auk formanns Rauða kross Íslands. Jón Þorsteinn Sigurðsson, sem setið hefur sem formaður síðastliðin tvö ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Pálína Björk Matthíasdóttir (Reykjavíkurdeild) sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára.

Auk Pálínu voru eftirfarandi kjörnir í stjórn: Svava Traustadóttir (Bolungarvíkurdeild), Arna Dalrós Guðjónsdóttir (Ísafjarðardeild), Ágústa Ósk Aronsdóttir (Kjósarsýsludeild), Gísli Sigurður Gunnlaugsson (Hafnarfjarðardeild), Guðný Halla Guðmundsdóttir (Hafnarfjarðardeild) og Vera Sveinbjörnsdóttir (Reykjavíkurdeild). Varamenn eru Margrét Inga Guðmundsdóttir (Héraðs- og Borgarfjarðardeild) og Unnur Tryggvadóttir Flóvenz (Kópavogsdeild)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband