Ungt fólk og fjölmenning

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands og Menningarhúsið Molinn standa fyrir viðburði miðvikudaginn 25. mars næstkomandi kl. 20 þar sem ungt fólk og fjölmenning er til umfjöllunar. Allir velkomnir en ungt fólk 16 ára og eldra er sérstaklega hvatt til að mæta. Aðgangur ókeypis.


Dagskrá
19:30
Húsið opnar. Hljómsveitin Samspil spilar fyrir gesti.
20:00
Verkefnastjóri ungmenna- og alþjóðamála hjá Rauða krossinum Kópavogsdeild býður gesti velkomna.
20:05
Dr. Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur fjallar um helstu hugtök og rannsóknir er varða fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi.
20:25
Yousef Tamimi 20 ára nemi segir frá sinni reynslu af því að vera palestínskur að uppruna í íslensku samfélagi.
20:40
Hulda Hvönn Eldhugi Kópavogsdeildar Rauða krossins flytur frumsamið ljóð um vináttu og fjölbreytileika.
20:45
Vuong Nu Thi Dong 18 ára nemi segir frá sinni reynslu af því að flytja sem unglingur frá Víetnam til Íslands.
21:00
MK- ingar flytja atriði úr söngleiknum ,,Skítt með´ða“.
21: 10
FB- ingar flytja atriði úr söngleiknum ,,Rent“.
21:20
Opnað fyrir umræður. Léttar veitingar í boði
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband